Mundi ekki að hann bjó á Sauðárkróki árið 2001

Hrafnabjörg 1 eru í eigu systranna Aniku Jónu Ragnarsdóttur sem …
Hrafnabjörg 1 eru í eigu systranna Aniku Jónu Ragnarsdóttur sem er með 69% eignarhlutfall og Bergþóru Árnýju Ragnarsdóttur sem er með 31% eignarhlutfall. Samsett mynd

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, bjó í rúmlega hálft ár á Sauðárkróki árið 2001. Hann kveðst hafa gleymt þeirri staðreynd þegar hann sagði við mbl.is í gær að hann hefði aldrei búið í kjördæminu.

Þetta kemur fram í skilaboðum hans til blaðamanns.

mbl.is greindi frá því í gær að hann væri með lög­heim­ili á af­skekkt­um sveita­bæ á Vestfjörðum í eigu móður hans og fjöl­skyldu. Eng­inn býr á bæn­um og hann sjálf­ur er búsettur í Reykja­vík.

Var fulltrúi sýslumanns

Hvað er langt síðan þú bjóst í Norðvest­ur­kjör­dæmi?

„Ég hef ekki búið þar,“ sagði Eyj­ólf­ur í gær við mbl.is.

Eyjólfur sendi sjálfur leiðréttingu rétt fyrir miðnætti í gær.

„Ég hef búið í Norðvesturkjördæmi. Bjó á Sauðárkróki þegar ég var fulltrúi sýslumanns þar,“ skrifar hann.

Eyjólfur segir nú aðspurður að hann hafi búið á Sauðárkróki frá því í janúar til ágúst árið 2001.

Af hverju sagðir þú í viðtalinu að þú hefðir aldrei búið í Norðvesturkjördæmi?

„Ég bjó á Króknum 2001. Mundi það ekki,“

Býr ekki í Lokinhamradal

Eyj­ólf­ur er með skráð lög­heim­ili að Hrafna­björg­um 1 í Lok­in­hamra­dal í Arnar­f­irði. Sam­kvæmt fast­eigna­yf­ir­liti Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar eru þing­lýst­ir eig­end­ur móðir Eyj­ólfs og syst­ir henn­ar.

Býrðu þar?

„Nei. Ég held ekki heim­ili. Það er tvenns kon­ar. Ann­ars veg­ar ertu með lög­heim­ili í kjör­dæm­inu og held­ur heim­ili og hins veg­ar eru þing­menn sem eru með lög­heim­ili í kjör­dæm­inu og halda ekki heim­ili,“ sagði Eyj­ólf­ur í samtali við mbl.is í gær en hann kveðst búa á Flóka­götu í Reykja­vík.

Hér má sjá Hrafnabjörg. Mynd úr safni.
Hér má sjá Hrafnabjörg. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

„Veit ekki til þess að ég sé að græða eina krónu aukalega“

Alþing­ismaður fyr­ir kjör­dæmi utan Reykja­vík­ur­kjör­dæma og Suðvest­ur­kjör­dæm­is fær mánaðarlega greidd­ar 185.500 krón­ur í hús­næðis- og dval­ar­kostnað í sam­ræmi við lög.

Eyj­ólf­ur fékk slík­ar greiðslur á síðasta kjör­tíma­bili eins og all­ir lands­byggðarþing­menn.

Haldi alþing­ismaður, sem á aðal­heim­ili utan höfuðborg­ar­svæðis, annað heim­ili í Reykja­vík get­ur hann óskað eft­ir að fá greitt álag, 40%, á þá fjár­hæð, en Eyj­ólf­ur hef­ur ekki þegið slík­ar greiðslur.

„Ég veit ekki til þess að ég sé að græða eina krónu aukalega í laun því ég er skráður í kjördæminu. Ég greiði hins vegar útsvar af launum mínum til míns kjördæmis en þar búa kjósendur mínir,“ skrifar Eyjólfur.

Staðsetning Hrafnabjarga á Vestfjörðum.
Staðsetning Hrafnabjarga á Vestfjörðum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert