Ökumaður steypubíls er ók bíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah Uz-Zaman með þeim afleiðingum að hann lést hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir, hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.
Slysið varð 30. október 2023 þegar ökumaðurinn beygði inn á bílastæði á milli Ásvallarlaugar og íþróttahúss Hauka. Ók hann á Ibrahim sem var á hjóli með þeim afleiðingum að hann lést.
Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir m.a. að beygjan hafi verið mistök og að sennilegt sé að ekkert stefnuljós hafi verið notað.