Þrír sækja um stöðu forseta félagsvísindasviðs HÍ

Forseti félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor háskólans til fimm ára …
Forseti félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor háskólans til fimm ára og starfar í umboði hans. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír sóttu um starf forseta félagsvísindasviðs Háskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 6. janúar. 

Forseti félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor háskólans til fimm ára og starfar í umboði hans.

Þau sem sóttu um starfið voru þau Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar, Lars Gunnar Lundsten, fyrrverandi ráðgjafi á rannsóknarsviði Yrkehögskolan Arcada í Finnlandi, og Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseti viðskiptafræðideildar. 

Nýr forseti félagsvísindasviðs tekur til starfa 1. júlí en þá lætur Stefán Hrafn Jónsson, núverandi forseti sviðsins, af störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert