Um 1.700 hafa skrifað undir

Íbúar óska eftir stuðningi almennings vegna hússins.
Íbúar óska eftir stuðningi almennings vegna hússins. Morgunblaðið/Karítas

Kristján Hálf­dán­ar­son, íbúi við Árskóga 7, hef­ur hafið und­ir­skrifta­söfn­un á Ísland.is. Þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un í gær­kvöldi höfðu um 1.700 manns skráð nafn sitt.

Á skjön við sam­fé­lagið

„Und­ir­rituð gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir vegna fram­kvæmda við Álfa­bakka 2A-2D, 109 Reykja­vík. Við álít­um að húsið og starf­sem­in sem þar á að vera sé al­gjör­lega á skjön við sam­fé­lagið, gangi gegn mark­miðum skipu­lagslaga og stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í grænni byggð. Íbúar eru ugg­andi yfir mögu­leik­an­um á stór­auk­inni um­ferð, þá sér í lagi þunga­flutn­inga, um svæðið. Ef­umst við um að fram­kvæmd­ir stand­ist mat á um­hverf­isáhrif­um,“ seg­ir í inn­gangi að und­ir­skrifta­söfn­un­inni á vefn­um Is­land.is.

Skugga­varp og birtu­skerðing

Þar seg­ir enn frem­ur að íbú­ar telji bygg­ing­ar­magn og hæð bygg­ing­ar­inn­ar hafa mik­il áhrif á skugga­varp og valda skerðingu á sól­ar­ljósi, sem muni hafa mjög nei­kvæð áhrif á lífs­gæði íbúa nær­liggj­andi húsa.

„Að lok­um telj­um við að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyr­ir neðan all­ar hell­ur og langt í frá í sam­ræmi við vandaða stjórn­sýslu­hætti. Sam­ráð og upp­lýs­ingaflæði Reykja­vík­ur­borg­ar hafi verið ófull­nægj­andi og hvorki upp­fyllt kröf­ur stjórn­sýslu­laga né skipu­lagslaga. Við krefj­umst þess að fram­kvæmd­ir verði stöðvaðar á meðan unnið er að far­sælli lausn máls­ins öll­um í hag,“ seg­ir einnig á Is­land.is.

Gild­is­tími list­ans er til 24. janú­ar næst­kom­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert