Færri fæðingar á Landspítala í fyrra

Ríflega þrjú þúsund börn fæddust á Landspítalanum í fyrra.
Ríflega þrjú þúsund börn fæddust á Landspítalanum í fyrra. mbl.is/Ásdís

Barnsfæðingum fækkaði lítillega á milli ára á Landspítalanum. Á síðasta ári voru þar skráðar 3.057 fæðingar en árið 2023 voru þær 3.166 talsins.

Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þess ber að geta að fædd börn eru heldur fleiri vegna fjölburafæðinga.

Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta teljist eðlileg sveifla á milli ára. Enn eigi eftir að taka saman endanlegar tölur yfir allt landið og þá komi betur í ljós hvernig árið hafi verið í samanburði við fyrri ár. „Þetta hafa oftast verið á bilinu 3.000-3.500 fæðingar á ári á Landspítalanum. Við vitum líka að nú fæða fleiri konur utan spítalans, til dæmis á Fæðingarheimili Reykjavíkur og hjá Björkinni auk heimafæðinga. Kannski fækkar aðeins á móti hjá okkur á fæðingardeildinni. Þetta skýrist betur þegar heildarfæðingaskráning verður unnin þegar lengra líður á árið.“

Ef tölur aftur til 2020 eru skoðaðar sjást áðurnefndar sveiflur vel. Árið 2022 voru fæðingar á Landspítalanum 3.109 talsins, árið 2021 voru þær 3.465 og árið 2020 voru 3.284 fæðingar skráðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert