Hagar tjá sig um Álfabakkamálið: „Það er afleitt“

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir það alvarlegt umhugsunarefni hvernig staðið …
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir það alvarlegt umhugsunarefni hvernig staðið hafi verið að skipulagsmálum og hvernig umræða um þau hafi oft og tíðum verið villandi eða efnislega röng. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Eyþór

Finn­ur Odds­son, for­stjóri Haga, hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um bygg­ingu at­vinnu­hús­næðis við Álfa­bakka 2. Hann seg­ir miður að bygg­ing­in, sem Hag­ar muni leigja und­ir ákveðinn hluta starf­sem­inn­ar, hafi valdið ná­grönn­um óþæg­ind­um.

Í til­kynn­ing­unni fer hann yfir aðdrag­anda máls­ins og að fé­lagið hafi gert leigu­samn­ing vegna húss­ins til nokk­urra ára.

Mis­brest­ur á sam­starf­inu

„Af um­fjöll­un síðustu daga og vikna má ráða að í und­ir­bún­ingi þess­ar­ar fram­kvæmd­ar hafi orðið mis­brest­ur á þessu sam­starfi og ekki nægi­lega gætt að ná­grönn­um, ná­lægð bygg­inga eða starf­semi. Það er af­leitt. Hag­ar hafa lagt áherslu á að gagn­sæi ríki um fyr­ir­hugaða starf­semi í hús­inu og gert skýra kröfu á bygg­ing­araðila um að öll til­skil­in leyfi fyr­ir starf­semi liggi fyr­ir,“ seg­ir Finn­ur í til­kynn­ing­unni.

Eiga sjálf­sagða kröfu um að vandað sé til verka

Hann bend­ir einnig á að borg­ar­bú­ar, íbú­ar hverfa og at­vinnu­rek­end­ur eigi sjálf­sagða kröfu um að vandað sé til ákv­arðana um skipu­lags­mál, að hægt sé að treysta þeim til lengri tíma og að umræða um skipu­lag og fram­kvæmd­ir sé fag­leg og byggð á staðreynd­um.

„At­vinnu­rek­end­ur eiga mikið und­ir að svo sé enda eru skipu­lags­mál gjarn­an for­senda ákv­arðana er varða starf­semi fyr­ir­tækja og krefjast veru­legr­ar fjár­fest­ing­ar og langs und­ir­bún­ings,“ seg­ir hann.

Umræða sem er ekki við hæfi

„Í tengsl­um við mál­efni Álfa­bakka 2 og skipu­lag í Suður-Mjódd er það al­var­legt um­hugs­un­ar­efni hvernig staðið hef­ur verið að skipu­lags­mál­um og hvernig umræða um þau hef­ur oft og tíðum verið vill­andi eða efn­is­lega röng. Slík umræða, m.a. af hálfu kjör­inna full­trúa, er ekki við hæfi, og sér­stak­lega ekki þegar hún verður til þess að skapa óvissu fyr­ir íbúa og óvissu um starf­semi fyr­ir­tækja sem veita mik­il­væga þjón­ustu, skapa fjölda starfa og skatt­tekj­ur fyr­ir ríki og sveit­ar­fé­lag,“ seg­ir Finn­ur jafn­framt.

Til­kynn­ingu Finns, fyr­ir hönd Haga, má lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan. 

„Vegna um­fjöll­un­ar um bygg­ingu at­vinnu­hús­næðis við Álfa­bakka 2 vilja Hag­ar koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Hög­um þykir miður að bygg­ing­in við Álfa­bakka 2 sem fé­lagið hyggst leigja und­ir ákveðinn hluta starf­sem­inn­ar valdi óþæg­ind­um fyr­ir ná­granna og hef­ur full­an skiln­ing á sjón­ar­miðum íbúa sem fram hafa komið eft­ir að bygg­ing­in reis. Hag­ar hafa ekki tekið þátt í umræðu um Álfa­bakka 2 hingað til þar sem fé­lagið er hvorki eig­andi bygg­ing­ar­inn­ar né hafa Hag­ar beina aðkomu að bygg­ingu húss­ins. Aðkoma Haga að Álfa­bakka 2 er sú að fé­lagið hef­ur gert leigu­samn­ing vegna bygg­ing­ar­inn­ar til nokk­urra ára. Húsið er byggt af fyr­ir­tæk­inu Álfa­bakki 2 ehf., sem er fé­lag í jafnri eigu Klett­ás ehf. og Eigna­byggðar ehf. Eft­ir því sem næst verður kom­ist hafa eig­end­ur und­ir­búið fram­kvæmd­ir við Álfa­bakka 2 og byggt í fullu sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, fengið öll til­skil­in leyfi og að öllu leyti farið eft­ir þeim fyr­ir­mæl­um og kröf­um sem gild­andi skipu­lag og bygg­ing­ar­heim­ild­ir kveða á um.


Hag­ar og fé­lög sam­stæðunn­ar leggja sér­staka áherslu á að styðja við þau hverfi og svæði sem þau starfa á. Þetta er m.a. gert með ábyrg­um rekstri sem er fyrst og fremst í formi þjón­ustu, eins og aðgengi að hag­kvæm­um versl­un­ar­kost­um, en einnig að gætt sé að starf­semi raski ekki hverf­is­brag og dag­legu lífi íbúa. Raun­ar er eitt af kjarna­gild­um Haga að leggja áherslu á í allri starf­semi að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag og um­hverfi. Þess vegna taka Hag­ar viðbrögðum íbúa á svæðinu og um­fjöll­un um nýtt at­vinnu­hús­næði sem fé­lagið hyggst taka á leigu af mik­illi al­vöru. Hag­ar hafa treyst því og gert kröfu um að eig­end­ur húss­ins hafi í aðdrag­anda fram­kvæmd­ar­inn­ar, og á meðan á henni hef­ur staðið, átt eðli­legt og gott sam­starf við Reykja­vík­ur­borg og ekki síður að Reykja­vík­ur­borg hafi átt eðli­legt sam­ráð við ná­granna og aðra íbúa hverf­is­ins. Þetta eru hin réttu hlut­verk þeirra sem fara með skipu­lags­vald og fram­kvæmd­araðila.


Af um­fjöll­un síðustu daga og vikna má ráða að í und­ir­bún­ingi þess­ar­ar fram­kvæmd­ar hafi orðið mis­brest­ur á þessu sam­starfi og ekki nægi­lega gætt að ná­grönn­um, ná­lægð bygg­inga eða starf­semi. Það er af­leitt. Hag­ar hafa lagt áherslu á að gagn­sæi ríki um fyr­ir­hugaða starf­semi í hús­inu og gert skýra kröfu á bygg­ing­araðila um að öll til­skil­in leyfi fyr­ir starf­semi liggi fyr­ir. Hag­ar óskuðu m.a. sér­stak­lega eft­ir því að bygg­ing­araðili fengi samþykki skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir starf­semi kjötvinnslu í hús­næðinu, enda for­senda leigu­samn­ings. Samþykkið var gefið út af skipu­lags­full­trúa þann 10. janú­ar 2023. Sem vænt­an­leg­ur leigutaki með at­vinnu­rekst­ur í hús­inu gera Hag­ar þá kröfu að þegar vanda­mál eins og þau sem fjallað hef­ur verið að und­an­förnu koma upp, þá verði hlutaðeig­end­ur, þ.e. skipu­lags- og bygg­ing­ar­yf­ir­völd og eig­end­ur húss­ins, að leita lausna þannig að all­ir sem hags­muna eiga að gæta geti vel við unað.


Í ljósi umræðu um stærð mann­virk­is­ins og frá­gang lóðar má benda á að sam­kvæmt gild­andi deili­skipu­lagi var gert ráð fyr­ir að tölu­vert stærra hús yrði byggt á lóðinni, eða allt að 15.000 m2 að flat­ar­máli of­anj­arðar. Eig­end­ur húss­ins kusu hins veg­ar að byggja um­tals­vert minna hús eða ríf­lega 11.000 m2. Ekki fékkst leyfi til að minnka nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar og því þarf að greiða gjöld til Reykja­vík­ur­borg­ar miðað við að bygg­ing­ar­heim­ild­ir væru full­nýtt­ar, þ.e. miðað við þriðjungi stærra mann­virki en byggt hef­ur verið. Varðandi frá­gang lóðar þá er eðli­legt að eig­end­ur húss vinni hann í góðri sátt og sam­starfi við yf­ir­völd og ná­granna. Vert er að nefna að þess­um frá­gangi er ekki lokið, en Hag­ar vita til þess að fyr­ir liggja ít­ar­leg­ar teikn­ing­ar á skjól­veggj­um við lóðarmörk, gróðri og lóð um­hverf­is Álfa­bakka 2, unn­ar að beiðni skipu­lags- og bygg­ing­ar­yf­ir­valda í Reykja­vík og samþykkt­ar af þeim.


Borg­ar­bú­ar, íbú­ar hverfa og at­vinnu­rek­end­ur eiga sjálf­sagða kröfu um að vandað sé til ákv­arðana um skipu­lags­mál, að hægt sé að treysta þeim til lengri tíma og að umræða um skipu­lag og fram­kvæmd­ir sé fag­leg og byggð á staðreynd­um. At­vinnu­rek­end­ur eiga mikið und­ir að svo sé enda eru skipu­lags­mál gjarn­an for­senda ákv­arðana er varða starf­semi fyr­ir­tækja og krefjast veru­legr­ar fjár­fest­ing­ar og langs und­ir­bún­ings. Flutn­ing­ur á starf­semi eins og til stend­ur hjá Hög­um er dæmi um slíka ákvörðun, lang­an und­ir­bún­ing, tölu­verða fjár­fest­ingu og samn­ings­bundn­ar skuld­bind­ing­ar. Í tengsl­um við mál­efni Álfa­bakka 2 og skipu­lag í Suður-Mjódd er það al­var­legt um­hugs­un­ar­efni hvernig staðið hef­ur verið að skipu­lags­mál­um og hvernig umræða um þau hef­ur oft og tíðum verið vill­andi eða efn­is­lega röng. Slík umræða, m.a. af hálfu kjör­inna full­trúa, er ekki við hæfi, og sér­stak­lega ekki þegar hún verður til þess að skapa óvissu fyr­ir íbúa og óvissu um starf­semi fyr­ir­tækja sem veita mik­il­væga þjón­ustu, skapa fjölda starfa og skatt­tekj­ur fyr­ir ríki og sveit­ar­fé­lag. Sem vænt­an­leg­ur leigutaki eiga Hag­ar að geta treyst því að ferli í tengsl­um við skipu­lag og út­hlut­un bygg­ing­ar­leyfa til handa eig­enda bygg­ing­ar við Álfa­bakka 2 hafi verið unnið sam­kvæmt lög­um og rétt af­greidd af stofn­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Það telst í besta falli óheppi­legt þegar yf­ir­lýs­ing­ar kjör­inna full­trúa eru veru­lega á skjön við skipu­lag eða heim­ild­ir sem borg­in sjálf hef­ur veitt.


Hag­ar hafa mik­inn skiln­ing á því að sam­búð íbúðabyggðar og at­vinnu­starf­semi get­ur verið vanda­söm, sér­stak­lega þar sem ná­lægð er tölu­verð eins og raun ber vitni í Álfa­bakk­an­um. Af hálfu Haga, inn­an þeirra marka sem hlut­verk leigu­taka set­ur, þá verður þess eins og alltaf sér­stak­lega gætt að starf­semi sé til fyr­ir­mynd­ar, í góðri sátt við nán­asta um­hverfi og ná­granna. Við ger­um ráð fyr­ir að for­send­ur til þess verði skapaðar af skipu­lags­yf­ir­völd­um og eig­end­um bygg­ing­ar­inn­ar að Álfa­bakka 2.“

Fyr­ir hönd Haga hf.

Finn­ur Odds­son

For­stjóri

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert