Skella skuldinni á Búseta

Vöruhúsið við Álfabakka 2.
Vöruhúsið við Álfabakka 2. Ljósmynd/Aðsend

„Í ljósi þessa al­var­lega hneyksl­is inn­an borg­ar­inn­ar finnst okk­ur ómak­legt af Dóru Björt Guðjóns­dótt­ur að reyna ít­rekað að skella skuld­inni á Bú­seta vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in og ekki rétt leið fyr­ir hana til að leysa sig und­an ábyrgð.“

Þetta seg­ir Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta um þau um­mæli Dóru að það hafi verið fyr­ir til­stuðlan Bú­seta að bygg­ing­ar­reit húss­ins Árskóg­um 7 var breytt.

Jafn­framt sagði Dóra Björt að Bú­seti hefði gefið í skyn að þeir hefðu ekki vitað að þarna risi hús og Bú­seti hefði átt frum­kvæði að breyt­ing­um 2015.

„Auðvitað viss­um við að við hlið okk­ar yrði reist hús en við viss­um ekki að það yrði mann­virki sem hefði þessi áhrif. Öll fyrri áform gerðu ráð fyr­ir ann­ars kon­ar starf­semi og bygg­ing­um með miklu upp­broti með versl­un­um, ljósi og mann­lífi,“ seg­ir Bjarni.

Hann seg­ir að eng­inn sérupp­drátt­ur hafi verið samþykkt­ur af bygg­ing­ar­full­trúa fyrr en haustið 2024 eft­ir að húsið var risið. Í sam­tali við reynda bygg­ing­araðila kann­ist þeir ekki við að slíkt hafi tíðkast áður og það þekk­ist ekki að heilt hús rísi áður en nokkr­ir sérupp­drætt­ir eru stimplaðir.

„Nú heyr­um við eft­ir borg­ar­stjórn­ar­fund­inn að borg­ar­stjóri og aðrir tali um að leita þurfi leiða til að laga bygg­ing­una og virðast gleyma því að taka þarf af­stöðu til þess að starf­sem­in sem þarna á að vera er ekki lög­leg. Ef leyfi fyr­ir þess­ari starf­semi fæst ekki, er þetta þá ekki fallið um sjálft sig?“ spyr Bjarni Þór Þórólfs­son.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert