Ákærðir fyrir 100 milljóna skattalagabrot

Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu. mbl.is/Hjörtur

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir skattalagabrot upp á tæplega 100 milljónir í rekstri einkahlutafélags sem þeir stýrðu.

Áttu brotin sem mennirnir eru ákærðir fyrir sér stað árin 2019 og 2020.

Í ákæru embættis héraðssaksóknara kemur fram að ekki hafi verið staðið skil á samtals 40,7 milljóna króna virðisaukaskatti á umræddu tímabili.

Þá segir í ákærunni að mennirnir hafi heldur ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á sama tímabili, en um er að ræða 28.6 milljónir hjá öðrum manninum og 28,3 milljónir hjá hinum. Samtals nema því meint brot mannanna tæplega 98 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert