Ekki hægt að opna skíðasvæði Tindastóls

Skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki.
Skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki. mbl.is/Bjarni Helgason

Ekki er hægt að opna skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki þar sem ekki hefur tekist að ganga frá rekstrarsamningi á milli skíðadeildarinnar og sveitarfélagsins.

Frá þessu greinir skíðasvæðið í færslu á Facebook-síðu sinni.

Vinna í fullum gangi

Segir þar að á meðan ekki hafi verið gengið frá samningi sjái skíðadeildin sér ekki fært að hafa svæðið opið og uppfylla um leið þær öryggiskröfur sem fylgja þurfi en tekið er fram að vinna við að ganga frá samningi sé í fullum gangi.

„Vonandi nást samningar sem fyrst svo hægt verði að opna svæðið og við komumst á skíði í vetur,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert