Matvælakjallarinn kominn á sölu

Hér má sjá aðkomu að kjallara húsnæðisins í október 2023.
Hér má sjá aðkomu að kjallara húsnæðisins í október 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríflega 360 fermetra lagerhúsnæði við Sóltún 20 í Reykjavík er komið á sölu.

Húsnæðið komst fyrst í fréttir haustið 2023 þegar Morgunblaðið greindi frá fordæmalausri aðgerð heilbrigðiseftirlitsins vegna matvælalagers sem fannst í kjallara húsnæðisins.

Málið átti eftir að vinda verulega upp á sig, en lagerinn var í eigu athafnamannsins Quang Lé sem var með kjallara húsnæðisins á leigu.

Útrunnin matvæli, rottur og koddar

Útrunnin matvæli voru geymd í kjallaranum og lék grunur á að matvælin væru notuð á veitingastöðum í eigu athafnamannsins.

Þá voru einnig rottur, mýs og úrgangur eftir nagdýrin á víð og dreif um kjallarann.

Quang Lé sætir nú rannsókn vegna hugsanlegs mansals en á lagernum fundust einnig dýnur, koddar og tjald, svo fátt eitt sé nefnt. Er talið að starfsmenn Quang Lé hafi hafst við í kjallaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert