Þyngra en tárum taki

Lind Völundardóttir hefur gegnt stöðu skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu frá …
Lind Völundardóttir hefur gegnt stöðu skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu frá ágúst 2022. Samsett mynd

Lind Völundardóttur, skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, finnst þyngra en tárum taki að skólinn sé kominn í þá stöðu að henni sem skólameistara beri að gera hvað sem ráðuneytið og ráðgjafi á þess vegum leggur til.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Lind sendi starfsfólki skólans og mbl.is hefur undir höndum. Lind hefur gegnt stöðu skólameistara frá ágúst 2022 en fyrirrennari hennar var Eyjólfur Guðmundsson.

Skoðar skólann í heild sinni

Olga Lísa Garðars­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Fjöl­brauta­skól­ans á Suður­landi, hef­ur verið verk­efnaráðin af mennta­málaráðuneyt­inu til að rýna í rekst­ur skól­ans þar sem hún mun skoða skólann í heild sinni, eins og hún orðar það.

Fjárhagsvandræði skólans má rekja að miklu leyti til umfangsmikils og kostnaðarsams náms í fjallamennsku. Lind sagði í ágúst að verið væri að leita leiða til að hægt sé að bjóða upp á námið, sem myndu ekki bitna á nemendum eða náminu sem slíku sem er mikilvægt í ferðaþjónustu á Íslandi.

Í tölvupóstinum sem Lind sendi á starfsmenn skólans er meðal annars vísað í tilkynningu frá ráðuneytinu: 

„Til að styðja við að fjárhagsstöðu FAS verði komið í lögmætt horf hefur mennta- og barnamálaráðuneytið fengið Olgu Lísu Garðarsdóttur, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, til að vera sérstakur tengiliður ráðuneytisins við FAS í fjármálum.

Hlutverk Olgu Lísu er að rýna allar ákvarðanir skólans sem geta haft áhrif á rekstur og fjárhag og veita ráðgjöf til skólans. Lagt er fyrir þig sem skólameistara FAS, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að fylgja ráðgjöf Olgu Lísu og ráðuneytisins í hvívetna og fela starfsfólki skólans að gera hið sama.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert