Tími eldriborgaranna sé kominn

Ljósið í skammdeginu og vorblærinn Brynjar.
Ljósið í skammdeginu og vorblærinn Brynjar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir þau sjónarmið að tími sé kominn á kynslóðaskipti í forystu flokksins og ætlar af þeim sökum að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi.

„Löngu kominn tími á að eldri borgurum sé treyst til að leiða flokkinn inn í framtíðina,“ segir Brynjar og bendir á að hann sé ekki af sömu kynslóð og fráfarandi formaður.

Brynjar greinir frá þessu á Facebook-reikningi sínum. Í færslunni má þó greina ákveðna hæðni og má leiða líkur að því að hann sé ekki að bjóða sig fram.

Í athugasemdum við færsluna má finna hvatningarorð frá Facebook-vinum Brynjars þar sem honum er m.a. lýst sem „sannkölluðum vorblæ“, „ljósi í skammdeginu“ og „alls ekki kandídat af verri endanum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert