Tveir í haldi grunaðir um líkamsárás

Tveir eru í haldi lögreglunnar grunaðir um líkamsárás.
Tveir eru í haldi lögreglunnar grunaðir um líkamsárás. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir eru í haldi lögreglunnar grunaðir um líkamsárás en báðir gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Lögregla á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var kölluð til vegna gruns um húsbrot og þjófnað og er málið til rannsóknar.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Hann reyndist einnig án gildra ökuréttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert