Vann þrjár milljónir

Hann var að vonum ánægður eldri maðurinn sem hringdi í Happdrætti Háskólans fyrr í vikunni og hafði unnið 3 milljónir króna á Happaþrennu.

„Vinningshafinn, sem er 77 ára, keypti miða sem heitir Fundið fé og kostar 200 krónur, í Hagkaup Skeifunni. Maðurinn sér alls ekki eftir því þar sem miðinn innihélt heilar 3 milljónir króna í vinning – sem er hæsti vinningurinn í Fundið fé,“ segir í tilkynningu frá Happadrætti HÍ. 

Fram kemur að vinningshafinn ætli að gefa hluta af vinningum til góðgerðarmála þar sem hann trúi því að rétt sé að láta gott af sér leiða þegar maður verði fyrir óvæntri blessun sem þessari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert