Mikið um hálkuslys og alvarleg brot

Mikið álag er á bráðamóttökunni vegna hálkyslusa.
Mikið álag er á bráðamóttökunni vegna hálkyslusa. mbl.is/Árni Sæberg

Afar varasamar aðstæður eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu. Hláka í kjölfar kuldatíðar gerir það að verkum að afar sleipt er á götum úti. Margir hafa þurft að leita til bráðamóttöku Landspítala eftir að hafa skrikað fótur. 

Veður hef­ur farið hlýn­andi, sér í lagi á vest­ari hluta lands­ins.

Frá Landspítalanum fengust þær upplýsingar að mjög mikið álag hafi verið á spítalanum í dag. Mikið hafi verið um hálkuslys og alvarleg brot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert