Vill að flokksþingi verði flýtt

Magnea Gná er borgarfulltrúi Fram­sókn­ar­flokks­ins.
Magnea Gná er borgarfulltrúi Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, kallar eftir því að flokksþingi verði flýtt. Hún telur að framsóknarmenn þurfi að líta inn á við og takast á við stöðuna.  

„Versta kosninganiðurstaða Framsóknar í 108 ára sögu flokksins. Við verðum að horfa inn á við, takast á við þá stöðu sem uppi er og byggja upp Framsókn. Tek undir með Lilju, flýtum flokksþingi,“ skrifar Magnea Gná í færslu á Facebook. 

Landsstjórn kölluð saman

Kjör­dæm­asamband fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um samþykkti á fimmtudag að óska miðstjórn­ar­fund­ar svo flýta megi flokksþingi. 

Fram­kvæmda­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins ákvað í gær að verða við til­mæl­um kjör­dæma­sam­bands. Hef­ur því lands­stjórn flokks­ins verið kölluð sam­an, en hún mun eiga fund hinn 30. janú­ar til þess að boða fund hjá miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins. Miðstjórn­in mun svo fjalla um beiðni kjör­dæm­is­sam­bands­ins um að boða til landsþings flokks­ins fyrr en áskilið er.

Inn­an flokks­ins hafa heyrst radd­ir um að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður þurfi að axla ábyrgð á kosn­inga­ó­sigr­in­um, en hann er á öðru máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert