Vandfundin er betri heimild um tíðarandann hverju sinni en Velvakandi í Morgunblaðinu en hann fékk áratugum saman bréf og símtöl frá lesendum blaðsins sem höfðu frá ýmsu að segja og við sitthvað að athuga. Skreppum aftur til ársins 1985.
„Borgari“ var þá í brasi. Hann vantaði víndreitil í jólauppskriftina en þurfti að bíða í tvær klukkustundir í Ríkinu, þar sem röðin náði út á götu. Vín var afgreitt yfir borðið á þessum árum.
Jón Helgason, Sólvangi, fann til með borgaranum og lagði til lausn í skrifi til Velvakanda. „Nú vill „Borgari“ að bætt verði úr þessu biðraðaástandi með því að hafa fleiri áfengisútsölur í borginni. Mig grunar þá að Borgara þætti hagkvæmast ef vínið kæmi beint úr vatnskrönum heima hjá honum. Það ætti að vera framkvæmanlegt á þeirri tækniöld sem við lifum nú á. En vel á minnst. Kranana þarf að hafa svo hátt frá gólfi að börn nái ekki til þeirra.“
Nánar er gluggað í Velvakanda frá janúar 1985 í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.