Fyrir skítadjöfulslúsanápening

Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður.
Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Mér lízt ekkert á framtíðina – og þó, það getur rætzt úr,“ sagði Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, þegar Slagsíðan í Morgunblaðinu, sem fjallaði um tónlist, bað hann að horfa fram veginn í ársbyrjun 1975.

„Nú, annars, það er kannski ekki rétt að segja, að ég sé mjög svartsýnn á nýja árið. Mér lízt mjög vel á það hjá ýmsum hljómsveitum og aðilum – það er ýmislegt á döfinni hjá Jóa G., Change og Pelikan, og ég vil óska þess að islenzkir popparar hafi erindi sem erfiði á erlendum mörkuðum,“ sagði Pálmi.

En að hans dómi máttu verða breytingar á þessu hér innanlands. „Það er þreytan og tilbreytingarleysið, sem spillir svo mikið fyrir. Ef menn eru að spila í sömu samkomuhúsunum 3-4 kvöld í röð fyrir skítadjöfulslúsanápening – þetta máttu hafa eftir mér – þá verða menn þreyttir á skömmum tíma. Launin í þessu starfi hafa nánast ekkert hækkað á undanförnum árum, a.m.k. verður maður ekki var við það á þessum tímum hækkana og verðbólgu, nema síður sé. Helzt að maður finni að það stefni í hina áttina.“

Gamla fréttin er alltaf á baksíðu Sunnudagsblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert