Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða leigubílstjóra vegna farþega sem neitaði að greiða fargjald.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 5 í morgun til klukkan 17 í dag.
Tvær lögreglustöðvar sinntu hnupli úr mismunandi matvöruverslunum.
Þá var ökumaður kærður fyrir að aka með skyggðar hliðarrúður. Auk þess var bifreið hans boðuð í skoðun.