Lögregla og sérsveit kölluð út: Fimm handteknir

Lögreglan á Akureyri. Mynd úr safni.
Lögreglan á Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir

Lögreglan á Norðurlandi eystra ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra lauk fyrir skömmu aðgerðum í Glerárhverfi á Akureyri þar sem fimm manns voru handteknir í heimahúsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á bandaríska samfélagsmiðlinum Facebook.

Þar segir að tilkynnt hafi verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.

Lögregla vopnaðist og lokaði götum

Lögreglan vopnaðist og var nærliggjandi götum lokað á meðan ástand var tryggt.

Lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir út og stýrðu þeir handtökum á vettvangi.

Málið er sagt vera á frumstigi og því sé ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert