Grímsvatnahlaup hafið

Flogið yfir Grímsvötn. Mynd úr safni.
Flogið yfir Grímsvötn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Veður­stofa Íslands seg­ir að und­an­farna daga hafi mælst hægt vax­andi hlaupórói á jarðskjálfta­mæl­in­um á Gríms­fjalli. Það bendi til þess að jök­ul­hlaup sé hafið úr Grím­svötn­um. 

Jök­ul­hlaup úr Grím­svötn­um koma fram und­an Skeiðar­ár­jökli og renna í Gígju­kvísl. Hlaup­in eru vana­lega hægt vax­andi og geta liðið nokkr­ir dag­ar þar til fyrstu merki um hlaup­vatn mæl­ast á vatna­mæl­inga­stöðinni í Gígju­kvísl og aft­ur nokkr­ir dag­ar til viðbót­ar þangað til hlaupið nær há­marks­rennsli, að því er Veður­stof­an grein­ir frá í til­kynn­ingu.

„Nokk­ur úr­koma hef­ur verið á SA-landi og gert er ráð fyr­ir enn frek­ari úr­komu í dag og næstu daga. Úrkom­an get­ur gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígju­kvísl,“ seg­ir jafn­framt.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissstigi vegna jökulshlaups úr Grímsvötnum.
Al­manna­varn­ir hafa lýst yfir óviss­stigi vegna jök­uls­hlaups úr Grím­svötn­um. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

Síðasta jök­ul­hlaup fyr­ir ná­kvæma­lega einu ári

Síðast varð jök­ul­hlaup úr Grím­svötn­um fyr­ir nær ná­kvæm­lega ári og hef­ur hlaupið þaðan með um það bil árs milli­bili síðan í nóv­em­ber 2021. Þar áður var held­ur lengra á milli hlaupa og sein­asta hlaup fyr­ir 2021 var hlaupið árið 2018 að sögn Veður­stof­unn­ar.

Sam­kvæmt mæl­ing­um Jarðvís­inda­stofn­un­ar er vatns­magn í Grím­svötn­um nú talið vera um 0,25 km3, sem er sam­bæri­legt eða tæp­lega það sem var í vötn­un­um fyr­ir síðasta hlaup. Þetta vatns­magn er tæp­ur þriðjung­ur þess sem var í vötn­un­um fyr­ir hlaup í lok árs 2021.

Ekki næst sam­band við GPS-tæki

Þá seg­ir að ekki ná­ist sam­band við GPS-tæki Jarðvís­inda­stofn­un­ar á ís­hell­unni í Grím­svötn­um og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið renn­ur úr vötn­un­um og niður far­veg­inn und­ir Skeiðar­ár­jökli en óróa­mæl­ing­ar á Gríms­fjalli gefi vís­bend­ing­ar um þróun hlaups­ins.

Hlaupið ætti ekki að hafa áhrif á mann­virki

„Ef miðað er við að at­b­urðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaup­um má gera ráð fyr­ir að há­marks­rennsli úr Grím­svötn­um verði lík­lega í lok þess­ar­ar viku. Há­marks­rennsli í Gígju­kvísl við þjóðveg 1 næst svo um 1-2 sól­ar­hring­um seinna. Miðað við það vatns­magn sem safn­ast hef­ur í Grím­svötn­um er lík­legt að há­marks­rennsli verði ekki um­fram 1.000 m3/​s. Bú­ast má við að há­marks­rennsli í Gígju­kvísl við þjóðveg 1 verði svipað og há­marks­rennsli úr Grím­svötn­um. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mann­virki, s.s. vegi og brýr,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert