Húsnæðisáætlanir byggðar á sandi

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál. mbl.is/Baldur

„Áætlanirnar voru vissulega metnaðarfullar og ástæður seinkana margvíslegar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs við Morgunblaðið, en framkvæmdir eru aðeins hafnar við 42% þeirra íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem áætlað var að yrði úthlutað 2022.

Kom þetta fram í nýlegu erindi sérfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um málið og einnig að ekki væri enn hægt að byggja á 28% þeirra lóða sem til stóð að úthluta 2023. Valdimar Víðisson, starfsbróðir Ásdísar í Hafnarfirði, segir mikla vinnu undanfarinna ára hafa skilað sér með „hafnfirsku leiðinni“ í uppbyggingu íbúða. 

Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur á húsnæðissviði stofnunarinnar, hélt á dögunum erindið Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á opnum fundi um stöðu þessara mála á höfuðborgarsvæðinu.

Í erindi Jóns Arnar kom meðal annars fram að framkvæmdir væru aðeins hafnar við 42 prósent þeirra íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem áætlað var að yrði úthlutað árið 2022.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert