Smávægileg bilun kom upp í skjá í flugstjórnarklefa TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvélar Landhelgisgæslunnar, sem hefur gert gæslunni erfitt fyrir að sinna eftirliti með landhelgi Íslands með vélinni.
Bilunin í skjánum kom upp í síðustu viku og kom nýr skjár til landsins í morgun.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að einhver mistök hafi orðið í því að ferja nýja skjáinn til landsins og að hann hafi ekki skilað sér.
Gæslan getur því ekki hafist handa við að skipta skjánum út.
Ásgeir segir að búist sé við því að nýr skjár berist með hraðsendingu til landsins á morgun og í kjölfarið verði vélin orðin flughæf á ný.