Engin tengsl á milli hlaupsins og hrinunnar

Grímsvötn og hamrar Grímsfjalls.
Grímsvötn og hamrar Grímsfjalls. mbl.is/Ragnar Axelsson

Eng­in teng­ing er á milli öfl­ugr­ar skjálfta­hrinu sem hófst í Bárðarbungu í morg­un og jök­ul­hlaups­ins sem hófst í Grím­svötn­um í gær.

Þetta seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Bárðarbunga og Grím­svötn eru tvær af sjö meg­in­eld­stöðvum und­ir Vatna­jökli. 

Hægðist á Grím­svötn­um

„Það eru hundruð kíló­metra frá Bárðarbungu í Grím­svötn og þetta teng­ist ekki neitt sam­an, að það fari að leka úr Grím­svötn­um,“ seg­ir Magnús.

Nefn­ir hann að eld­stöðvarn­ar tvær hafi í gegn­um tíðina sýnt merki um að þegar herði á Bárðarbungu þá séu Grím­svötn frek­ar til hlés – og öf­ugt.

„Það eru mæl­ar sem sýna að það hef­ur verið kviku­söfn­un í Grím­svötn­um al­veg eft­ir gosið sem var 2011. En núna þegar Bárðarbunga herti á sér síðasta árið virðist held­ur hafa hægt á sér í Grím­svötn­um og svona var þetta eins fyr­ir gosið 2014,“ seg­ir Magnús.  

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stærsti skjálft­inn 5,1 að stærð

Jarðskjálfta­hrin­an sem hófst í Bárðarbungu í morg­un er sú kröft­ug­asta frá því eld­gos braust úr eld­stöðinni og kom upp í Holu­hrauni árið 2014. 

Stærsti skjálft­inn mæld­ist klukk­an 8.05 í morg­un og var 5,1 að stærð að mati Veður­stofu.

Síðan hafa tug­ir skjálfta mælst á svæðinu í norður­hluta Bárðarbungu. Hreyf­ing­arn­ar í jarðskjálftun­um eru tald­ar vera í sam­ræmi við aukna þenslu af völd­um kviku­söfn­un­ar sem hef­ur staðið yfir frá síðustu elds­um­brot­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert