Gosið 2014: Glóandi dreki og land í bláu skini

Þessi mynd er tekin á fyrstu dögum gossins þegar allt …
Þessi mynd er tekin á fyrstu dögum gossins þegar allt var að gerast. Jörðin bókstaflega kraumaði og frá allt að 100 metra háum eldsúlum vall hraunstraumur sem eftir sólarhring frá gosbyrjun þakti orðið fjóra ferkílómetra. Allt er hið nýja og kolsvarta Holuhraun 85 ferkílómetrar að flatarmáli. mbl.is/Árni Sæberg

Tíu ár voru í ág­úst liðin frá því eld­gos braust síðast út í Holu­hrauni, eft­ir að kvika hafði streymt neðanj­arðar og í norður frá Bárðarbungu í miklu magni.

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son, blaðamaður Morg­un­blaðsins, rifjaði upp elds­um­brot­in af þessu til­efni og er upp­rifj­un­in hér flutt að nýju:

Í ljósa­skipt­um skamm­deg­is blasti rauðgló­andi eld­keil­an við, séð úr langri fjar­lægð. Fljót­lega eft­ir að flug­vél­in var kom­in inn yfir há­lendið blasti eld­gosið við okk­ur og mynd­in af því varð skarp­ari þegar nær var komið.

Biksvart hraun og glóðin rauð

Gló­andi súl­ur stóðu hátt til him­ins og í víðfeðmu hraun­inu sem rann úr gígn­um sást í glóðir. Sýnu mest kraumaði í ein­um katli og frá hon­um vall hraunelf­ur um lang­an veg. Flug­stjór­inn lækkaði flugið og renndi vél­inni lágt yfir svo að farþeg­arn­ir gætu séð beint í kvik­una.

Gosið var með kröft­ug­asta móti þessa stund­ina og sjón­arspil þess var mikið. Glóðin rauð og blá­leitt gas í loft­inu. Hraunið biksvart og fjær var snjóföl á land­inu.

Þetta var 6. des­em­ber og frá­sögn úr þess­ari ferð með flug­vél Flug­fé­lags Íslands kom í Morg­un­blaðinu tveim­ur dög­um síðar.

Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni. …
Sjón­arspilið var stór­kost­legt þegar sól­in lýsti upp gos­mökk­inn yfir Holu­hrauni. Gasið steig upp og rauðgló­andi hraunið ólmaðist í gígn­um. mbl.is/​RAX

Stærsti skammt­ur frá Skaft­árelda­hrauni

Eld­gos hófst í Holu­hrauni, norðan Vatna­jök­uls, 29. ág­úst 2014; fyr­ir rétt­um og slétt­um tíu árum. Í upp­hafi komið lítið gos, sem stóð í aðeins ör­fáa klukku­tíma. Það var þó aðeins upp­takt­ur að því sem koma skyldi. Um tveim­ur sól­ar­hring­um síðar, aðfaranótt 31. ág­úst, hófst mikið eld­gos með rúm­lega 1.500 metra langri sprungu. Fram streymdu allt að 300 rúm­metr­ar af hrauni á hverri sek­úndu.

Eins og fólk þekk­ir frá at­b­urðum síðustu ára á Reykja­nesi var kraft­ur goss­ins mest­ur í upp­hafi. Frá allt að 100 metra háum eldsúl­um vall hraun­straum­ur sem eft­ir sól­ar­hring frá gos­byrj­un þakti orðið fjóra fer­kíló­metra. Og svona hélt þetta áfram; gosið stóð í hálft ár, fram til 27. fe­brú­ar 2015. Þá var hraunið nýja orðið alls 85 fer­kíló­metr­ar og hafði svo stór skammt­ur ekki komið á Íslandi frá Skafta­áreld­um árið 1783.

„Þegar við sáum sprung­una var þetta eins og gló­andi dreki í land­inu. Þetta var mjög glæsi­legt,“ sagði í Morg­un­blaðinu 1. sept­em­ber 2014 þegar Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur lýsti stöðunni á svæðinu.

Upp­haf goss­ins í Holu­hrauni er að mik­il skjálfta­hrina sem hófst í Bárðarbungu á Vatna­jökli fór af stað upp úr miðjum ág­úst­mánuði þetta ár. Virkn­in var mest til að byrja með á jökl­in­um en leitaði svo til norðurs, í átt að Holu­hrauni sem er skammt sunn­an við Dyngju­fjöll. Mæl­ar sýndu hundruð skjálfta á dag og mæld­ist sá stærsti 5,7 að stærð.

Veisla fyr­ir vís­inda­menn

„Allt kem­ur heim og sam­an við Kröflu­elda, sem er eðli­legt því við erum með þetta rek­belti sem ligg­ur í gegn­um landið og los­ar spennu í punkt­um sem við köll­um eld­stöðva­kerfi. Núna er verið að losa spennu í Bárðarbungu­kerf­inu,“ sagði Ármann jarðfræðing­ur í Morg­un­blaðinu 2. sept­em­ber, þá stadd­ur á vett­vangi.

Þar voru blaðamenn Morg­un­blaðsins líka og sendu frá sér efni sem birt var bæði í blaði og á mbl.is. Ef grúskað er í frétt­um frá þess­um tíma fæst harla góð mynd af gos­inu og fram­vindu þess af um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. Alltaf var eitt­hvað nýtt að ger­ast eins og greint var frá í frétt­um.

Fyr­ir vís­inda­menn var þetta eld­gos, eins og öll önn­ur raun­ar, al­gjör gull­náma. Tek­in voru sýni, mæl­ing­ar gerðar og mynd­ir tekn­ar. Allt þetta nýtt­ist til mik­il­vægra rann­sókna, sem skiluðu niður­stöðum sem nýst hafa síðan.

Flugvélin hnitaði hringi yfir eldgosinu svo að farþegar gátu horft …
Flug­vél­in hnitaði hringi yfir eld­gos­inu svo að farþegar gátu horft beint ofan í Baug, gíg­inn mikla. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Fjöll í móðu

Eitt af því sem var mjög áber­andi í Holu­hrauns­gos­inu var gasmeng­un­in sem því fylgdi; blá­leit móða sem lá jafn­vel yfir stór­um hluta lands­ins. Þann 20. sept­em­ber 2014 var Ölfus séð af Kamba­brún „í blá­um skugga“ og svip­ur lands­ins sér­stak­ur.

Því hef­ur verið lýst að í bítið við upp­rás á þess­um tím­um gasmeng­un­ar hafi sól­in verið eld­rauð og geisla­magn henn­ar dauft. Fjöll hurfu í móðu. Meng­un­in frá gos­inu var líka mik­il – og brenni­steins­díoxíð í hæstu hæðum.

Aðvar­an­ir voru gefn­ar út vegna þess og fólk hvatt til að vera inn­an­dyra. Sér­stak­lega var meng­un­in mik­il á Hornafirði og við gosstöðvarn­ar sjálf­ar þar, sem vís­inda­menn gengu um með grím­ur til að verj­ast hinu lúmska eitri.

Holu­hraun skyldi það heita

Raun­ar varð eitrun þessi að fjölþjóðlegu vanda­máli. Dul­ar­full og illþefj­andi þoka gerði um miðjan sept­em­ber fólki á Norður­lönd­um lífið leitt.

„Fólk á til­tekn­um svæðum í Svíþjóð lýsti fyr­ir­bær­inu ým­ist sem skíta­lykt eða lykt af úldnu kjöti. Blaðið sagði ástæðuna þá að ís­lenska eld­fjallið Bárðarbunga hefði „leyst vind“ ef svo mætti segja. Veður­fræðing­ur sagði við Aft­on­bla­det að fnyk­inn hefði einnig lagt til Nor­egs, sagði í Morg­un­blaðinu 12. sept­em­ber. Vinkl­ar á mál­um voru marg­ir og ótelj­andi frétt­ir af þess­um nátt­úru­ham­förum voru sagðar og birt­ar meðan á þeim stóð, það er í hálft ár. Holu­hraun var heit­ur reit­ur.

Og Holu­hraun skyldi það líka heita; það ákvað sveit­ar­stjórn Skútustaðahrepps – það er Mý­vatns­sveit­ar – en þetta svæði var inn­an landa­merkja þess sveit­ar­fé­lags, sem nú er Þing­eyj­ar­sveit.

Ekki þótti ástæða til að breyta nafni á svæðinu þrátt fyr­ir nýtt hraun, þó að fram hafi komið til­lög­urn­ar Urðarbrunn­ur, Flæðahraun og Norna­hraun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert