Íbúar á Hlíðarenda ekki verið upplýstir

Haukahlíð 6, I-reitur, er græni bletturinn lengst til hægri.
Haukahlíð 6, I-reitur, er græni bletturinn lengst til hægri. Loftmynd/Reykjavíkurborg

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir að samkvæmt eldra deiliskipulagi hafi verið gert ráð fyrir að hús myndi rísa þar sem Bjarg hyggst reisa fjölbýlishús á Hlíðarenda.

Hins vegar virðist sem kaupendur íbúða í nærliggjandi húsum hafi ekki fengið upplýsingar um þau áform þegar þær íbúðir voru auglýstar til sölu á sínum tíma.

Tilefnið er umræða um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni en fulltrúar íbúa í nærliggjandi húsum hafa lýst yfir áhyggjum af því að ljósvist í íbúðum þeirra verði ófullnægjandi ef áformin ná fram að ganga.

Fyrirhugað fjölbýlishús mun hafa heimilisfangið Haukahlíð 6 en lóðin nefnist I-reitur í skipulagi Hlíðarenda. Alls verða 85 íbúðir í húsinu sem verður fimm hæðir og með bílakjallara. Hefja á framkvæmdir í mars.

Skilur vel óánægju íbúa

„Ég skil vel óánægju íbúa sem keyptu útsýnisíbúðir á aðliggjandi lóð án þess að vera upplýstir um að í skipulagi var gert ráð fyrir að bygging myndi rísa á aðliggjandi lóð. Bjarg fékk lóðina úthlutaða frá Reykjavíkurborg og hefur unnið að undirbúningi verkefnisins samkvæmt ákvæðum gildandi skipulags sem er í samræmi við hverfið í heild. Það skipulag gerir m.a. ráð fyrir að fjarlægð milli húsa sé sú sama og í þeirri byggð sem fyrir er. Félagið hefur verið í góðri trú um að rétt hafi verið staðið að skipulagsferlinu og hagaðilar upplýstir um fyrirhugaða framkvæmd. Því þykir okkur leitt að þessi staða sé komin upp.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Fyrirhugað hús Bjargs í Haukahlíð 6 á Hlíðarenda.
Fyrirhugað hús Bjargs í Haukahlíð 6 á Hlíðarenda. Teikning/ASK arkitektar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert