Kröftugasta hrinan frá síðasta gosi

Óróamælir á Dyngjuhálsi nærri Bárðarbungu sýnir hvað gengið hefur á …
Óróamælir á Dyngjuhálsi nærri Bárðarbungu sýnir hvað gengið hefur á í morgun. Hver lína táknar korter í tíma og nýjustu línurnar eru neðstar.

Jarðskjálfta­hrin­an sem hófst í Bárðarbungu í morg­un er sú kröft­ug­asta frá því eld­gos braust út frá eld­stöðinni og kom upp í Holu­hrauni árið 2014.

Um 130 jarðskjálft­ar hafa mælst frá því að hrin­an hófst og mæld­ist stærsti skjálft­inn 5,1 að stærð kl. 8.05 í morg­un, sam­kvæmt upp­færðu mati Veður­stof­unn­ar, en hann hafði áður verið met­inn 4,9 að stærð.

Virkn­in farið vax­andi síðustu mánuði

Hreyf­ing­ar í jarðskjálftun­um í morg­un þykja sam­ræm­ast auk­inni þenslu af völd­um kviku­söfn­un­ar sem hef­ur staðið yfir frá síðustu elds­um­brot­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu

Jarðskjálfta­virkni hef­ur farið vax­andi í Bárðarbungu síðustu mánuði, eins og greint hef­ur verið frá. Mæld­ust til að mynda fjór­ir skjálft­ar um eða yfir 5 að stærð á síðasta ári.

Sam­hliða því hef­ur mælst hraðari af­lög­un vegna kvikuinn­streym­is á dýpi und­ir Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert