Lögreglan virkjar viðbragðsáætlun

Horft yfir Bárðarbungu úr lofti.
Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. mbl.is/RAX

Lög­regl­an á Norður­landi eystra hef­ur virkjað viðbragðsáætl­un vegna auk­inn­ar jarðskjálfta­virkni í Bárðarbungu í morg­un. Þá verður aðgerðastjórn opnuð á Húsa­vík á milli klukk­an átta og tólf næstu daga.

Áætl­un­in varðar mögu­legt eld­gos í Bárðarbungu eða norðan Vatna­jök­uls.

„Áætl­un­in er virkjuð á óvissu­stigi og hafa viðbragðsaðilar fengið boðun í gegn­um neyðarlín­una í sam­ræmi við viðbragðsáætl­un­ina þar sem seg­ir: Óvissu­stig – lík­ur á eld­gosi und­ir Vatna­jökli,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu­embætt­is­ins á Face­book þar sem frá þessu er greint.

Seg­ir þar að viðbragðsáætl­un­in sé fyrst og fremst virkjuð til að viðbragðsaðilar fái tæki­færi til að und­ir­búa sig og rifja upp áætl­un­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert