Skemmtiferðaskip afbóka ferðir vegna innviðagjalds

Gjaldið er farið að hafa áhrif á bókunarstöðu fram á …
Gjaldið er farið að hafa áhrif á bókunarstöðu fram á næsta ár. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöl­mörg skemmti­ferðaskip hafa afboðað kom­ur sín­ar til lands­ins á ár­inu og á því næsta vegna álagn­ing­ar innviðagjalds á skemmti­ferðaskip sem tók gildi um ára­mót­in. Stjórn­ar­formaður Cruise Ice­land seg­ir að breyt­ing­arn­ar hafi skort fyr­ir­vara og að inn­leiða hefði þurft gjaldið í skref­um. 

Þann 1. janú­ar tóku við ýms­ar breyt­ing­ar vegna inn­flutn­ings og gjald­töku vegna farþega og ferðamanna í skemmti­ferðaskip­um lands­ins. Meðal ann­ars tók nýtt innviðagjald, í stað gistinátta­skatts, gildi þar sem lagt er gjald á hvern farþega um borð í skemmti­ferðaskipi í milli­landa­sigl­ing­um á meðan skipið dvel­ur í höfn hér á landi eða ann­ars staðar á tollsvæði rík­is­ins. 

Gjaldið nem­ur 2.500 krón­um fyr­ir hvern farþega fyr­ir hvern byrjaðan sól­ar­hring sem skipið dvel­ur á tollsvæði rík­is­ins. 

Skemmti­ferðaskip í inn­an­lands­sigl­ing­um greiða áfram gistinátta­skatt en fyr­ir­komu­lag gjald­tök­unn­ar breyt­ist og verður fyr­ir hvern farþega. 

Sigurður Jökull Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland.
Sig­urður Jök­ull Ólafs­son, stjórn­ar­formaður Cruise Ice­land. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kostnaður­inn 440 millj­ón­ir fyr­ir eitt skipa­fé­lag

Sig­urður seg­ir að gjaldið hafi tals­verð áhrif á skipa­fé­lög sem hyggj­ast koma til lands­ins. 

Tek­ur hann dæmi um að fyr­ir hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu sem komi til lands­ins með skemmti­ferðaskipi þurfi skipa­fé­lagið að greiða 10.000 krón­ur í innviðagjald fyr­ir hvern byrjaðan sól­ar­hring inn­an tollsvæðis rík­is­ins. Tal­an get­ur því undið hratt upp á sig fyr­ir skipa­fé­lög­in og nefn­ir Sig­urður dæmi um stórt skemmti­ferðaskip sem þurfi að greiða 440 millj­ón­ir í innviðagjald fyr­ir farþega sína. 

Lög­in um breyt­ing­arn­ar voru samþykkt þegar starfs­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar var enn að störf­um, aðeins rúm­um mánuði áður en þær áttu að taka gildi, eða 18. nóv­em­ber síðastliðinn.

Alla jafna eru skemmti­skipa­ferðir bókaðar með 12-18 mánaða fyr­ir­vara og er skipa­fé­lög­um ekki heim­ilt að senda bak­reikn­ing á farþega sína eft­ir að ferðin hef­ur verið bókuð. Þar sem breyt­ing­arn­ar tóku gildi með svo skömm­um fyr­ir­vara fell­ur kostnaður­inn á skipa­fé­lög­in. 

Skil­ar 1,9 millj­örðum í rík­is­sjóð á ár­inu

Áætlað er að gjaldið skili 1,9 millj­örðum í rík­is­sjóð á þessu ári sem er ætlað til að fjár­magna innviðaupp­bygg­ingu í land­inu. 

Sig­urður seg­ir nauðsyn­legt að tekj­urn­ar af innviðagjald­inu renni beint til innviðaupp­bygg­ing­ar á svæðinu sem gjaldið er tekið og að stjórn Cruise Ice­land geri kröfu til nú­ver­andi stjórn­valda um slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert