Tafirnar aukast

Tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu aukast milli ára.
Tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu aukast milli ára. mbl.is/Eggert

Höfuðborgarsvæðið er það borgarsvæði á Norðurlöndunum þar sem umferðartafir eru næstmestar. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur greinir frá þessu í grein í blaðinu í dag og vísar í nýlegar tölur frá fyrirtækinu TomTom.

Aðeins á Helsinki-svæðinu er tafastuðullinn hærri, eða 25%. Þar kemur fram að tafastuðull fyrir höfuðborgarsvæðið hefur hækkað úr 19% fyrir árið 2023 í 22% fyrir árið 2024.

Tafastuðull borgarsvæðis segir til um hve miklu lengri tíma (%) bílferðir taka samanborið við ferðatíma þegar engar eru umferðartafirnar, sbr. Traffic Index, Selected Metropolitan Areas | The Geography of Transport Systems. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert