Þurfum að skoða hvers vegna svona brot eru framin

Þorbjörg Sigríður nýr dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður nýr dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Huga þarf að aðgerðum sem miða að því að koma í veg fyr­ir brot gegn fólki með fötl­un sem og betr­um­bót­um á rétt­ar­kerf­inu, að mati nýs dóms­málaráðherra.

Ráðherra seg­ir mjög hátt hlut­fall fólks með and­lega fötl­un verða fyr­ir kyn­ferðis­brot­um og að við sem sam­fé­lag þurf­um að skoða hvað það er sem geri það að verk­um.

„Þá get­um við ekki bara verið að horfa á aðstæður þoland­ans held­ur líka hvaða gerend­ur eru þetta. Hvers vegna verða svona brot til, hvers vegna eiga þau sér stað,“ seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra í sam­tali við mbl.is.

Aðgerðir gegn kyn­bundnu of­beldi for­gangs­mál

Sig­ur­jón Ólafs­son versl­un­ar­stjóri var fyr­ir helgi dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir marg­vís­leg brot gegn konu með and­lega fötl­un. Braut hann einnig gegn syni henn­ar sem er með and­lega fötl­un og kær­ustu hans sem met­in er sein­fær. 

Málið hef­ur vakið óhug, ekki síst fyr­ir þær sak­ir að Sig­ur­jón var dæmd­ur fyr­ir að láta aðra karl­menn stunda kyn­líf með kon­unni. Þeir voru ekki ákærðir.

Þor­björg seg­ist ekki vilja tjá sig um dóms­mál sem enn á eft­ir að koma í ljós hvort verði áfrýjað. Hún ít­rek­ar þó að aðgerðir gegn kyn­bundnu of­beldi séu for­gangs­mál í henn­ar aug­um.

Ein­hver ann­ar sem átt­ar sig

Þor­björg seg­ir brot gegn fólki með fötl­un geta verið flók­in þar sem brotaþolar til­kynni síður brot­in gegn sér. Því þurfi að huga að því hvernig hægt sé að fá mál­in inn í kerfið.

„Það þarf yf­ir­leitt ein­hverja aðra aðkomu, eitt­hvert annað upp­haf. Það er ein­hver ann­ar sem veit, sem skynj­ar og átt­ar sig á. Það geta verið ná­komn­ir en það geta líka stund­um verið op­in­ber­ar stofn­an­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert