Bíll á nefinu í Breiðholti

Atvikið gerðist á Breiðholtsbraut.
Atvikið gerðist á Breiðholtsbraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Karlmaður misskildi aðstæður í umferðinni í gær með þeim afleiðingum að hann ók bifreið sinni ofan í skurð á Breiðholtsbraut. Bíllinn hafnaði á nefinu og kalla þurfti til kranabíl til þess að hífa upp bílinn. Karlmaðurinn slasaðist ekki.

Þetta segir Ólafur Gunnar Sævarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið.

Atvikið gerðist á Breiðholtsbraut um klukkan 9 þar sem verið er að steypa ný göng undir Breiðholtsbrautina. Framkvæmdir hafa staðið yfir í nokkra mánuði og því hafa merkingar verið uppi í einhvern tíma.

„Hann fer ekki þessa leið sem er stikuð með skiltum heldur fer milli einhverra skilta og fer ofan í þetta skarð þar sem er verið að steypa upp undirgöngin,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert