Fáir skjálftar í Bárðarbungu eftir hrinuna stóru

Óróamælir nærri Bárðarbungu. Breiðar línur sýna vont veður á svæðinu, …
Óróamælir nærri Bárðarbungu. Breiðar línur sýna vont veður á svæðinu, blái bletturinn ofarlega til vinstri sýnir skjálftann síðdegis í gær.

Lít­ill­ar jarðskjálfta­virkni hef­ur orðið vart í Bárðarbungu frá því áköf jarðskjálfta­hrina varð þar í gær­morg­un á milli kl. 6 og 9.

Stak­ur skjálfti af stærð 2,4 mæld­ist kl. 17.17 síðdeg­is í gær, ann­ars hef­ur lít­ill titr­ing­ur orðið.

Eins og fram hef­ur komið var jarðskjálfta­hrin­an sú kröft­ug­asta frá því eld­gos braust út úr eld­stöðva­kerfi Bárðarbungu í Holu­hrauni árið 2014.

Hreyf­ing­ar í jarðskjálftun­um þykja sam­ræm­ast auk­inni þenslu sök­um kviku­söfn­un­ar sem hef­ur staðið yfir frá síðustu elds­um­brot­um.

Flug­litakóðinn áfram gul­ur

Jarðskjálfta­virkni hef­ur farið vax­andi í Bárðarbungu og til að mynda mæld­ust fjór­ir skjálft­ar um eða yfir 5 að stærð á síðasta ári.

Sam­hliða því hef­ur mælst hraðari af­lög­un vegna kvikuinn­streym­is á dýpi und­ir Bárðarbungu.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stofu seg­ir að nokkuð óvíst sé hver þróun þess­ar­ar virkni verði á næst­unni og að ekki sé úti­lokað að jarðskjálfta­virkni taki sig aft­ur upp.

Að svo stöddu verði flug­litakóði fyr­ir Bárðarbungu áfram gul­ur. Sól­ar­hrings­vakt Veður­stofu fylg­ist áfram með þró­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert