Fluglitakóði fyrir Grímsvötn hækkaður í gulan

Grímsvötn.
Grímsvötn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Flug­litakóði fyr­ir Grím­svötn hef­ur verið hækkaður í gul­an. Er þetta gert sök­um auk­ins óróa í eld­stöðinni, sem talið er að rekja megi til meiri jarðhita­virkni eft­ir að mikið vatn hef­ur hlaupið þaðan.

Álíka órói hef­ur mælst við fyrri Grím­s­vatna­hlaup þegar þau nálg­ast há­marks­rennsli.

Dæmi eru um að eld­gos verði í Grím­svötn­um í kjöl­far þrýstilétt­is á borð við þenn­an. Því er ekki hægt að úti­loka að eld­gos verði. 

Vegna þessa hef­ur flug­litakóðinn verið færður upp á næsta stig, gult, sem merk­ir að eld­stöð sýni virkni um­fram venju­legt ástand.

Meira vatns­magn í Gígju­kvísl

Vatns­magn í Gígju­kvísl held­ur áfram að aukast jafnt og þétt en úr­koma á svæðinu hef­ur einnig áhrif, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Veður­stofu.

Áfram er gert ráð fyr­ir því að há­marks­rennsli verði í Gígju­kvísl um 1-2 sól­ar­hring­um eft­ir að rennsli nær há­marki úr Grím­svötn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert