Fylgjast grannt með auknum óróa við Grímsvötn

Mælir á Veðurstofu Íslands sýnir jarðhræringar við Grímsvötn. Mynd úr …
Mælir á Veðurstofu Íslands sýnir jarðhræringar við Grímsvötn. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tölu­verður hlaupórói mæl­ist nú á skjálfta­mæl­um við Grím­svötn og hef­ur ágerst frá því í morg­un.

Á mæli á Gríms­fjalli, sem rís upp úr Vatna­jökli ofan við eld­stöðina, hef­ur mátt sjá púlsa frá um klukk­an tíu í morg­un og hafa þeir orðið tíðari eft­ir því sem liðið hef­ur á dag­inn.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir vís­inda­menn stofn­un­ar­inn­ar telja að púls­arn­ir teng­ist suðu í jarðhita­kerf­inu þegar katl­ar Grím­s­vatna tæma sig.

„Þá er um að ræða mjög hraða þrýst­ings­lækk­un sem kem­ur þessu af stað í lok hlaups,“ seg­ir Bene­dikt.

Frá Grímsvötnum. Mynd úr safni.
Frá Grím­svötn­um. Mynd úr safni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fylgj­ast mest með á þess­um tíma­punkti

Hlaup úr Grím­svötn­um hófst fyr­ir nokkr­um dög­um og fékkst staðfest á mánu­dag.

Þykir nú komið að lok­um hlaups­ins og Bene­dikt bend­ir á að þetta sé sá tími þar sem vís­inda­menn fylg­ist mest með hlaup­inu, því gos þyki lík­leg­ast nú ef hlaupið á annað borð kem­ur slík­um um­brot­um af stað.

„En þetta er mjög lítið hlaup og við eig­um ekki endi­lega von á því í þetta sinn, en maður veit aldrei.“

Flug­litakóði fyr­ir Grím­svötn hef­ur nú verið hækkaður í gul­an vegna fyrr­greindr­ar hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert