Holtavörðuheiði lokuð

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is

Holtavörðuheiði er lokuð vegna mikils vatns á veginum og búast má við að lokunin vari til klukkan 8.30 – 9.00.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, en hringveginum var lokað um Holtavörðuheiði í nótt vegna óveðurs en nokkur umferðaróhöpp urðu á heiðinni.

Vegagerðin varar við því að eftir miklar hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast mjög slæmar holur á mörgum stöðum. Vegfarendur eru beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er við viðgerðir eins hratt og hægt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert