Rannsókn lokið og farið fram á áframhaldi gæsluvarðhald

Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða …
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða móður sinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn lög­reglu í tengsl­um við and­lát konu á sjö­tugs­aldri í Breiðholti á síðasta ári er lokið og málið komið til héraðssak­sókn­ara.

Þetta seg­ir Ei­rík­ur Val­berg, full­trúi í rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Gæslu­v­arðhald yfir karl­manni, sem er grunaður um að hafa verið vald­ur að dauða kon­unn­ar og er son­ur henn­ar, á að renna út í dag.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ir við mbl.is að búið sé að gera kröfu um fram­leng­ingu á gæslu­v­arðhaldi um fjór­ar vik­ur.

Á morg­un hef­ur sá grunaði setið í gæslu­v­arðhaldi í tólf vik­ur. Eng­inn get­ur setið leng­ur í gæslu­v­arðhaldi leng­ur en tólf vik­ur ef ekki er gef­in út ákæra. Und­an­tekn­ing er þó ef brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir eru til staðar.

Lög­regla fékk til­kynn­ingu um málið á miðnætti 23. októ­ber. Þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Breiðholti voru strax hafn­ar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir. Þær báru ekki ár­ang­ur og var kon­an úr­sk­urðuð lát­in.

Í kjöl­farið var son­ur kon­unn­ar hand­tek­inn en hann var þá nýslopp­inn úr fang­elsi eft­ir að hafa afplánað dóm fyr­ir of­beldi gegn móður sinni. Þá var hann ákærður árið 2006 fyr­ir til­raun til mann­dráps eft­ir að hafa stungið föður sinn í bakið.

Maður­inn var met­inn ósakhæf­ur og fram kom í Héraðsdómi Reykja­vík­ur að á verknaðastundu hafi hann verið alls ófær um að stjórna gerðum sín­um. Hon­um var gert að sæta ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert