Telur sig hafa ágæta mynd af því sem gerðist

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Norðurlandi eystra telur sig hafa ágæta mynd af því sem átti sér stað í Glerárhverfinu á Akureyri síðastliðinn sunnudag en fimm voru handteknir í heimahúsi í aðgerðum lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.

Skýrslutökum yfir fimmmenningum lauk á mánudaginn og var þeim sleppt í kjölfarið en þeir eru grunaðir um húsbrot og líkamsárás gegn einum aðila. Brotaþoli leitaði til læknis en meiðsli hans voru ekki alvarleg. 

Lögreglan vopnaðist í aðgerðunum og voru lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra kallaðir út og stýrðu þeir handtökum á vettvangi. 

Rut Herner Konráðsdóttir, lögreglufulltrúi á Akureyri, segir við mbl.is en engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fimmmenningarnir verði ákærðir. Búið sé að taka af þeim skýrslur og yfirheyra þá. Hún segir að málið sé enn til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert