Hlaupórói stöðugur

Grímsvötn.
Grímsvötn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hlaupórói í Grím­svötn­um náði há­marki síðdeg­is í gær og hef­ur verið stöðugur síðan þá. Þetta seg­ir Sig­ríður Magnea Óskars­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is.

„Hlaupið er senni­lega í há­marki og ætti að fara að skila sér niður í Gígju­kvísl hvað úr hverju. Við sjá­um ekki merki um það enn þá, en ætti að fara að koma.“

Þá seg­ir hún að það taki um einn til tvo sól­ar­hringa fyr­ir vatnið að skila sér frá Grím­svötn­um og niður í ána.

Eng­in merki um gosóróa

Eins og mbl.is greindi frá í gær eru til dæmi um að eld­gos verði í Grím­svötn­um í kjöl­far þrýstilétt­is á borð við þenn­an.

Því er ekki hægt að úti­loka að eld­gos verði, en mjög lít­il skjálfta­virkni er og eng­in merki um gosóróa að sögn Sig­ríðar.

Flug­litakóði er enn þá gul­ur að sinni en hann var færður upp á næsta stig, gult, í gær. Það merk­ir að eld­stöð sýni virkni um­fram venju­legt ástand. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert