Jörð skelfur við Grjótárvatn en rólegt við Bárðarbungu

Virkni í Ljósufjallarkerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum.
Virkni í Ljósufjallarkerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkur skjálftavirkni hefur verið við Grjótárvatn á Snæfellsnesi í nótt og í morgun en litlar hreyfingar hafa verið í Bárðarbungu frá því öflug skjálftahrina varð þar í fyrradag.

Virkni í Ljósufjallarkerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum en engar vísbendingar eru um að kvika sé á leið upp til yfirborðs.

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við mbl.is að í kringum fimmtán jarðskjálftar hafi mælst við Grjótárvatn í nótt og í morgun.

„Það er engin órói en nokkrir skjálftar hafa mælst á svipaðri dýpt og hafa verið að mælast undanfarið,“ segir Steinunn. Stærsti skjálftinn í morgun sem reið yfir klukkan 7:17 mældist 2,4 en það á þó eftir að yfirfæra tölurnar.

Steinunn segir að það séu mörg svæði sem þurfi að vakta þessa dagana og nefnir í því sambandi Bárðarbungu og Reykjanesið.

Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu en eins og fram hefur komið var jarðskjálftahrinan í fyrradg sú kröftugusta frá því eldgos braust út úr eldstöðvakerfi Bárðabungu í Holuhrauni árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert