Jörð skelfur við Grjótárvatn en rólegt við Bárðarbungu

Virkni í Ljósufjallarkerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum.
Virkni í Ljósufjallarkerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Nokk­ur skjálfta­virkni hef­ur verið við Grjótár­vatn á Snæ­fellsnesi í nótt og í morg­un en litl­ar hreyf­ing­ar hafa verið í Bárðarbungu frá því öfl­ug skjálfta­hrina varð þar í fyrra­dag.

Virkni í Ljósu­fjall­ar­kerf­inu hef­ur auk­ist mikið á síðustu mánuðum en eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að kvika sé á leið upp til yf­ir­borðs.

Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir við mbl.is að í kring­um fimmtán jarðskjálft­ar hafi mælst við Grjótár­vatn í nótt og í morg­un.

„Það er eng­in órói en nokkr­ir skjálft­ar hafa mælst á svipaðri dýpt og hafa verið að mæl­ast und­an­farið,“ seg­ir Stein­unn. Stærsti skjálft­inn í morg­un sem reið yfir klukk­an 7:17 mæld­ist 2,4 en það á þó eft­ir að yf­ir­færa töl­urn­ar.

Stein­unn seg­ir að það séu mörg svæði sem þurfi að vakta þessa dag­ana og nefn­ir í því sam­bandi Bárðarbungu og Reykja­nesið.

Lít­il sem eng­in skjálfta­virkni hef­ur verið í Bárðarbungu en eins og fram hef­ur komið var jarðskjálfta­hrin­an í fyrra­dg sú kröft­ugusta frá því eld­gos braust út úr eld­stöðva­kerfi Bárðabungu í Holu­hrauni árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert