Tendruðu ljós fyrir alla þá sem létu lífið

Fólk lagði leið sína í kirkjuna.
Fólk lagði leið sína í kirkjuna. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Súðvíkingar komu saman síðdegis í dag og minntust allra þeirra sem létust í snjóflóðunum sem féllu á bæinn fyrir 30 árum síðan. 

Fjórtán manns létu lífið í snjóflóðunum og var tendrað á fjórtán kertaljósum til að minnast þeirra.

Íbúar gengu frá samkomuhúsinu upp að minningareit. Að því loknu héldu þeir upp í Súðavíkurkirkju þar sem fram fór minningarstund. 

Séra Fjölnir Ásbjörnsson var í Súðavíkurkirkju. Hljómóra sá um undirspil og söng.

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Íbúar gengu upp að minnisvarðanum.
Íbúar gengu upp að minnisvarðanum. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Ljós voru tendruð fyrir alla þá sem fórust.
Ljós voru tendruð fyrir alla þá sem fórust. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert