Skoðað hvort hægt sé að laga

Framkvæmdir halda áfram við Álfabakka 2 á meðan íbúar bíða …
Framkvæmdir halda áfram við Álfabakka 2 á meðan íbúar bíða eftir samráðsfundi. Stórvirkar vinnuvélar að störfum við vöruhúsið í gær. mbl.is/Karítas

Reykja­vík­ur­borg og upp­bygg­ing­araðilar vinna nú að til­lög­um um breyt­ing­ar á hús­inu að Álfa­bakka 2 vegna harðrar gagn­rýni sem upp kom þegar húsið reis með mikl­um hraða. Einnig hef­ur borg­ar­stjóri boðað sam­ráð og sam­vinnu við Bú­seta og íbúa í ná­grenni húss­ins.

Morg­un­blaðið spurðist fyr­ir um hvort komn­ar væru til­lög­ur í mál­inu og fékk þau svör hjá Reykja­vík­ur­borg að til­lagna væri að vænta í næstu viku.

Í Silfr­inu á RÚV á mánu­dag kom fram í máli borg­ar­stjóra að sam­tal við upp­bygg­ing­araðila og aðra hags­munaaðila stæði yfir og verið væri að skoða hvernig hægt væri að breyta hús­inu.

„Það eru til flott­ir arki­tekt­ar sem eru byrjaðir að teikna upp lausn­ir. Þetta bygg­ir á sam­tali og sam­vinnu, af því við erum öll sam­mála um það að þetta er ekki eins og við vilj­um hafa hlut­ina,“ sagði Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri.

Hags­munaaðilum hafði ekki enn borist form­legt fund­ar­boð í gær um hvers kon­ar sam­tal eða sam­ráð væri um að ræða.

„Hvort við ber­um fjár­hags­lega ábyrgð á mál­inu eða málið fari fyr­ir dóm er bara auka­atriði sem má ekki skyggja á þá vinnu sem við erum nú í,“ sagði Ein­ar í sama þætti.

2.500 hafa skrifað und­ir

Eins og fram hef­ur komið stend­ur yfir und­ir­skrifta­söfn­un til að mót­mæla bygg­ingu húss­ins. Kristján Hálf­dán­ar­son er ábyrgðarmaður söfn­un­ar­inn­ar. Í gær höfðu 2.516 manns skrifað und­ir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert