Veður fer kólnandi

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það kólnar smám saman í veðri í dag. Það verður sunnan 10-18 m/s og rigning, hægari og snjókoma eða slydda norðvestan- og vestantil en úrkomulítið um landið norðaustanvert.

Það dregur úr vindi og snjókomu í dag. Það verða stöku él seinnipartinn en fer að snjóa á Suðaustur- og Austurlandi seint í kvöld.

Á morgun verður breytileg átt 3-10 m/s og stöku él, en snjókoma austast í fyrstu. Yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi austanátt síðdegis og fer að snjóa sunnan- og austantil seint um kvöldið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert