Framkvæmdir hafnar við Fossvogsbrú

Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú og þar með að fyrsta áfanga …
Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú og þar með að fyrsta áfanga borgarlínu hefur verið tekin. mbl.is/Karítas

Framkvæmdir við Fossvogsbrú eru hafnar en fyrsta skóflustungan var tekin í dag. Brúin er fyrsta framkvæmdin í borgarlínuverkefninu.

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, voru mætt á athöfnina í dag og tóku öll skóflustungur.

Áætlað er að brúin verði tilbúin um mitt ár 2028.
Áætlað er að brúin verði tilbúin um mitt ár 2028. mbl.is/Karítas

Stór dagur

Í ræðu sagði vegamálastjóri að um stóran dag væri að ræða. Aðdragandinn að framkvæmdinni hafi verið langur en fyrstu hugmyndir um brúna hefðu verið settar á blað árið 2013.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir brúnna vera ákveðið tákn um …
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir brúnna vera ákveðið tákn um þá brú sem hefur verið byggð á milli sveitarfélagana um sameiginlega samgöngustefnu. mbl.is/Karítas

„Það er viðeigandi að fyrsta verkefnið í borgarlínuverkefninu sé brú af því að hún er kannski svona ákveðið tákn um þessa brú sem að hefur verið byggð á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega samgöngustefnu,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri í sinni ræðu.

mbl.is/Karítas

Foss­vogs­brú­in er hluti af Sam­göngusátt­mál­an­um og er fyrsta stóra fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu. Brú­in teng­ir sam­an vest­ur­hluta Kópa­vogs og Reykja­vík. Áætluð verklok eru 1. nóv­em­ber 2026 fyr­ir þenn­an hluta verks­ins en gert er ráð fyr­ir að Foss­vogs­brú verði til­bú­in um mitt ár 2028

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert