Grímsvatnahlaup í rénun

Engin merki eru um aukna jarðskjálftavirkni eða gosóróa í Grímsvötnum.
Engin merki eru um aukna jarðskjálftavirkni eða gosóróa í Grímsvötnum. Kort/Map.is

Frá því í gær hef­ur órói sem mæl­ist á jarðskjálfta­stöðinni á Gríms­fjalli farið hægt lækk­andi.

Fyrripart þriðju­dags­ins 15. janú­ar hækkaði óró­inn nokkuð skarpt og náði há­marki aðfaranótt 16. janú­ar. Þessi hækk­un í óróa teng­ist jök­ul­hlaup­inu sem nú stend­ur yfir og end­ur­spegl­ar lík­lega aukn­ingu í jarðhita­virkni vegna þrýstilétt­is eft­ir að tölu­vert rúm­mál vatns hef­ur farið úr Grím­svötn­um, að því er Veður­stofa Íslands grein­ir frá. 

Þá seg­ir að vatns­magn í Gígju­kvísl virðist sömu­leiðis, miðað við vatns­hæðarmæl­ing­ar og út­breiðslu ár­inn­ar sam­kvæmt vef­mynda­vél, hafa farið hægt minnk­andi síðasta rúm­an sól­ar­hring­inn en hæsta vatns­hæðarmæl­ing­in var síðdeg­is á miðviku­dag.

„Út frá þess­um at­hug­un­um má álykta að há­mark jök­ul­hlaups­ins hafi verið á miðviku­dag í Gígju­kvísl og jafn­vel eins snemma og á þriðju­dag­inn úr Grím­svötn­um. Óvissa rík­ir um tíma­setn­ingu há­marks­rennsl­is úr Grím­svötn­um, þar sem breyt­ing­ar í óróa­mæl­ing­um vegna auk­inn­ar jarðhita­virkni komu fram fyrripart miðviku­dags,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert