Gular viðvaranir seint í kvöld

Gular viðvaranir taka gildi seint í kvöld.
Gular viðvaranir taka gildi seint í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms og snjókomu taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi seint í kvöld.

Veðurspáin á þessum svæðum gerir ráð fyrir austan og norðaustan 13-23 m/s og hviðum yfir 35 m/s. Það verður snjókoma eða slydda á láglendi með lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Í dag er spáð breytilegri átt 3-10 m/s. Það verða stöku él en norðvestan strekkingur og snjókoma austan til í fyrstu. Síðdegis verður vaxandi austan- og norðaustanátt 13-20 m/s í nótt og víða snjókoma, en stormur um tíma syðst á landinu.

Á morgun verður norðaustan og austan 13-20 m/s, hvassast syðst á landinu. Það verður snjókoma með köflum og vægt frost en frostlaust við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert