Lokað þinghald í Krýsuvíkurmáli

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Hákon

Fyr­ir­taka í máli Sig­urðar Fann­ars Þóris­son­ar, sem ákærður er fyr­ir að hafa banað dótt­ur sinni, Kolfinnu Eld­eyju, við Krýsu­vík­ur­veg í sept­em­ber, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag og er þing­hald lokað.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Héraðsdómi Reykja­ness verður þing­hald lokað í dag en ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvort þing­hald verður lokað við aðalmeðferð máls­ins.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ir við mbl.is að við fyr­ir­töku máls­ins í dag verði lögð fram gögn, meðal ann­ars geðheil­brigðismat og frek­ari DNA rann­sókn­ir. 

Sig­urður Fann­ar mætti ekki í Héraðsdóm Reykja­nes þegar málið var þing­fest í síðasta mánuði en hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í des­em­ber. 

Þjóðin var sleg­in óhug þegar lög­regl­an til­kynnti að lík á stúlku á grunn­skóla­aldri hefði fund­ist skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi. Síðar greindi lög­regl­an frá því að faðir stúlk­unn­ar, sem var tíu ára göm­ul, væri grunaður um að hafa banað henni. Hann hafði haft sam­band við lög­regl­una og vísað á líkið.

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móðir Kolfinnu, greindi frá því í færslu á Face­book í vik­unni að Sig­urður Fann­ar hafi fengið höfn­un frá áfallat­eymi Land­spít­al­ans síðasta vor eft­ir að hafa leitað þangað með aðstoð barn­s­móður sinn­ar vegna and­legra veik­inda. Þar lýsti hún hvernig kefið hafði brugðist Sig­urði þegar hann þurfti á hjálp að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert