Ragnar Þór segir af sér hjá ASÍ

Afsögn Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins.
Afsögn Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins. Morgunblaðið/Ágúst

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur sagt af sér sem 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vikið úr miðstjórn þess. Þar sat hann í umboði félagsmanna VR, þar sem hann var formaður.

Nokkur styr stóð um það þegar Ragnar boðaði framboð sitt fyrir Flokk fólksins sl. haust hvort hann héldi áfram störfum í launþegahreyfingunni. Úr varð að hann fór í tímabundið leyfi frá VR í lok október, en lét af embætti 3. desember.

Ragnar féll af launaskrá ASÍ þegar hann fór í framboð, en að kosningum loknum tók hann aftur til starfa sem 1. varaforseti og fékk laun sem slíkur, en þau nema 230.940 kr. á mánuði, að sögn Eyrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra ASÍ. Hann féll aftur af launaskrá við afsögn nú á mánudag.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert