Samþykktu tillögu um að fjarlægja vöruhúsið

Frá íbúafundinum í gærkvöld.
Frá íbúafundinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fjöl­menn­um íbúa­fundi í Breiðholti um skipu­lags­mál í Suður-Mjódd í gær var samþykkt álykt­un um að vöru­húsið sem er að rísa við Álfa­bakka 2a verði fjar­lægt.

Fé­lag sjálf­stæðismanna í Skóga- og Selja­hverfi stóð fyr­ir fund­in­um. Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks í borg­ar­stjórn, Kristján Hall­dórs­son, formaður hús­fé­lags­ins Árskóg­um 7, og Hilm­ar Björns­son arki­tekt fluttu er­indi á fund­in­um þar sem Helgi Áss Grét­ars­son, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, var fund­ar­stjóri.

„Fjöl­menn­ur íbúa­fund­ur hald­inn fimmtu­dag­inn 16. janú­ar 2025 um skipu­lags­mál í Suður-Mjódd álykt­ar að vöru­húsið sem er að rísa við Álfa­bakka 2a verði fjar­lægt,“ seg­ir í færslu Helga Áss á Face­book-síðu íbúa­sam­tak­anna Betra Breiðholt.

Borg­ar­stjórn samþykkti á dög­un­um að fara í stjórn­sýslu­út­tekt á skipu­lags­ferli við Álfa­bakka 2a þar sem stærðar­inn­ar vöru­hús hef­ur risið, íbú­um til mik­ils ama.

Reykja­vík­ur­borg og upp­bygg­ing­araðilar vinna nú að til­lög­um um breyt­ing­ar á hús­inu vegna harðrar gagn­rýni sem upp kom þegar húsið reis með mikl­um hraða. Einnig hef­ur borg­ar­stjóri boðað sam­ráð og sam­vinnu við Bú­seta og íbúa í ná­grenni húss­ins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, ræðir við fundarmenn.
Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks í borg­ar­stjórn, ræðir við fund­ar­menn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert