Gerir ráð fyrir frekari málaferlum

Landeigendur við Þjórsá og umhverfisverndarsinnar fagna mjög niðurstöðu héraðsdóms um að fella úr gildi heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 og ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og virkja raforkuverið Hvammsvirkjun.

Þetta segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Hann er gestur Spursmála að þessu sinni, ásamt Finni Beck framkvæmdastjóra Samorku.

Á teikniborðinu lengi

Á sama tíma segist Snæbjörn gera ráð fyrir að lögum verði breytt til þess að hægt verði að þoka virkjanaáformunum áfram, sem verið hafa á teikniborði Landsvirkjunar í tæpan aldarfjórðung. Það breyti því ekki að vænt inngrip löggjafans muni leiða til þess að virkjunin verði að veruleika.

„Landsvirkjun mun ekki hætta við Hvammsvirkjun heldur fara enn aftur af stað,“ segir Snæbjörn. Er hann þá spurður í hverju sigurinn nú hafi falist ef áformin verða knúin áfram.

„Þá getum við loksins farið að tala um náttúruna, náttúruvernd, vernd Þjórsár.“

En það er búið að tala stanslaust um það í 25 ár.

Já, já, en þá getum við farið með það fyrir dómstóla og spurt dómstólana hvort þeir séu sammála því hvort Landsvirkjun hugsi nógu vel um laxinn, hafi skoðað náttúruna við Þjórsá.“

Þannig að þið boðið frekari málaferli jafnvel þótt löggjafinn

„Ég tala ekki fyrir landeigendur við Þjórsá, þeir höfðuðu auðvitað þetta mál en ég styð málið í hjarta mínu og náttúruverndin gerir það að sjálfsögðu.“

Svona myndi Hvammsvirkjun líta út samkvæmt tölvuteikningu frá Landsvirkjun.
Svona myndi Hvammsvirkjun líta út samkvæmt tölvuteikningu frá Landsvirkjun. Tölvumynd/Landsvirkjun

Mjög líklega frekari málaferli

Er hann er spurður hvort af lögsóknum verði, jafnvel þótt löggjafinn tryggi að Umhverfisstofnun geti veitt fyrrnefnda undanþágu frá vatnatilskipun ESB, stendur ekki á svari:

„Já, mér finnst það mjög líklegt. Þetta mál er ekkert búið þótt lögum verði breytt. Þetta er dálítið spaugilegt, því þetta er annað skiptið sem virkjanaleyfið er fellt.“

Segir Snæbjörn með ólíkindum að lögfræðingar Landsvirkjunar hafi ekki séð þetta fyrir. Þeir hafi fyrir löngu fengið ábendingu um að svo væri í pottinn búið sem dómstóllinn hafi nú staðfest.

Viðtalið við Snæbjörn má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ásamt honum í viðtalinu er Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka